Þau eru orðin nokkur áramótaskaupin (2013,2015,2017,2018,2019,2020,2021) sem undirritaður hefur tekið þátt í og það er alltaf jafn skemmtilegt. Verkefnin eru mörg og ólík, mikið af merkjum sem þarf að hanna, tæknibrellum, söngtextum og allsskonar veseni. Hér eru nokkur örfá sýnishorn af því sem ég gerði fyrir Skaupið 2021.